Cybex Sirona Z i-size 360° Soho Grey

66.000 kr


   

Nýjasti bílstóllinn úr röðum Cybex tilheyrir Platínum línunni og heitir Sirona Z.
Þessi stóll hefur þann kostinn að hann er ekki fastur við sitt eigið base heldur er hann laus og hægt er að nota sama base fyrir ungbarnastólinn Cloud Z.

 • Stóllinn uppfyllir i-size staðla
 • Börn geta hámarki verið 105cm í honum.
 • Hann er bakvísandi uppí að lágmarki 78cm en þá má snúa honum fram. Hann getur þó verið bakvísandi allan tímann uppí 105cm (sem börn eru yfirleitt að ná um 4 ára eða 18kg)
 • Stóllinn festist í Base Z og er þá með 360° snúningi
 • Hann er með Linear Side-impact hliðarvön sem dregur úr höggi um allt að 25% komi það á hlið bílsins
 • 12 hæðarstillingar á höfuðúðanum
 • Hægt að setja stólinn í allar stillingar með einni hendi
 • Base-ið er fest með IsoFix festingu og er því mjög auðvelt að festa stólinn í bílinn
 • Fimm punkta belti
 • Seglar halda uppi beltinu til að auðveltara sé að koma barninu í sólinn
 • Bak stólsins er bólstrað og búið er að sauma allar leiðbeiningar í áklæðið

Það má með sanni segja að nýjasti stólinn frá Cybex sé sá allra flottasti í á markaðnum í dag!

ATH.
Base-ið fyrir stólinn er selt sér - Base Z.Viðskiptavinir Sjóvá og VÍS fá 20% afslátt á barnabílstólum.
Viðskiptavinir Sjóvá sækja staðfestingu inná "Mínar síður Sjóvá" sem framvísa þarf við kaup en viðskiptavinir VÍS sækja kóða inná "Mitt VÍS".
Ef notfæra á afsláttinn í netverslun finnur þú kóða á "Mínar síður / Mitt Vís" sem nota þarf við kaupin.Vinsamlegast athugið!
Við mælum ekki með að senda bílstóla og base með Póstinum, mælum frekar með að slík vara sé sótt í verslun okkar.

Af öryggisástæðum er ekki hægt að skila bílstólum né base-um. 

 

Ef einhverjar spurningar vakna - ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 77 55 999 eða á tölvupóstfangið ninekids@ninekids.is