Safe ‘n’ Beautiful fyrirtækið framleiðir naglalakk án skaðlegra efna sem þvæst af með sápu ásamt fleiri skemmtilegum vörum fyrir börn. Vörurnar eru allar vandaðar og einstaklega fallegar
Snails naglalakkið er fyrsta sinnar tegundar, framleitt úr “water based” formúlu og inniheldur amk. 52% vatn. Naglalakkið er án skaðlegra efna “12 free” og það þvæst af með vatni og sápu. Það þýðir einnig að naglalakkið þvæst auðveldlega úr fatnaði eða af húsgögnum ef eitthvað sullast og geta börnin því hiklaust naglalakkað sig sjálf.
____
Play línan frá Snails inniheldur 12 liti sem er hver öðrum fallegri.
Snails naglalakkið er heilbrigðari valkostur, framleitt úr "water based" formúlu og inniheldur amk. 52% vatn. Naglalakkið er án skaðlegra efna "12 free" og það þvæst af með vatni og sápu.
Naglalakkið er lyktarlaust, auðvelt að setja á neglurnar og þornar fljótt.
Innihald: 7 ml
Hægt er að fá Snails Top Coat og bera yfir naglalakkið sem gerir það að verkum að lakkið helst lengur á (2-3 daga), en þó þarf ekki naglalakkseyði til að hreinsa það af, eingöngu vatn og sápu.