Sirona M2 i-size / án base

49.800 kr


BASE-ið er selt sér!


Hvort sem Sirona M2 i-size bílstóllinn er fram- eða bakvísandi er L.S.P. öryggiskerfið í stólnum vel virkt og passar uppá barnið ef keyrt er inn í hliðina á bílnum. L.S.P. kerfið er útdraganlegt og ásamt höfuð- og axlarpúðunum í stólnum er barnið ávallt öruggt. Hægt er að nota Sirona M2 i-size frá fæðingu barns og þar til það verður fjögurra ára (eða nær 105cm í hæð). Ný hönnun stólsins gerir það að verkum að jafnvel hávaxin börn hafa nægilega gott fótapláss þegar þau sitja í stólnum. Sirona M2 i-size stóllinn er fyrirferðalítill og vel hægt að nota hann í minni bílum. Með einu handtaki er hægt að halla stólnum sem gerir hann þæginlegan og auðveldan í notkun frá fyrsta degi. 

-Bakvísandi upp í 105cm eða u.þ.b. fjögurra ára aldur.
-Framvísandi frá 16mán. Eða þegar barnið nær 76cm lengd.
-Innbyggt L.S.P. öryggiskerfi Hægt að halla með einu handtaki.
-Stillanlegur höfuðpúði.
-Festingar sem gera foreldrum kleift að snúa sætinu bæði fram og aftur.

Viðskiptavinir Sjóvá og VÍS fá 20% afslátt á barnabílstólum.
Viðskiptavinir Sjóvá sækja staðfestingu inná "Mínar síður Sjóvá" sem framvísa þarf við kaup en viðskiptavinir VÍS sækja kóða inná "Mitt VÍS".
Ef notfæra á afsláttinn í netverslun finnur þú kóða á "Mínar síður / Mitt Vís" sem nota þarf við kaupin.

 

Vinsamlegast athugið!
Við mælum ekki með að senda bílstóla og base með Póstinum, mælum frekar með að slík vara sé sótt í verslun okkar.

Af öryggisástæðum er ekki hægt að skila bílstólum né base-um.