Cybex Talos S Lux er öflug og stílhrein kerra hönnuð fyrir fjölskyldur sem vilja fara hvert sem er, allt árið um kring. Með sterku fjöðrunarkerfi og stórum grófum dekkjum býður hún upp á einstaklega mjúka og stöðuga ferð, jafnvel á grýttum eða ójöfnum stígum, já og snjó. Sætið er rúmgott, vel bólstrað og kemst í alveg liggjandi stöðu, sem gerir barnið þitt öruggt og þægilegt frá fæðingu og áfram. Talos S Lux sameinar endingargæði, hagnýta hönnun og nútímalegt útlit – fullkomin kerrulausn fyrir virkar fjölskyldur á ferðinni.
Auðveldlega er hægt að festa bæði vagnstykki á kerrugrindina eða Cybex ungbarnabílstól.


































