Skiptigeymsluboxið gerir það auðvelt að skipuleggja allt sem þú þarft við bleyjuskipti. Boxið er fullkomið til að geyma bleyjur, krem, taubleyjur og aðrar nauðsynjar fyrir skiptitímann.
Geymsluboxið samanstendur af einu stóru hólfi með lausum skilrúmum – með frönskum rennilás (Velcro), þannig að þú getur valið hvort þú viljir eitt stórt hólf eða þrjú minni hólf. Boxið er einnig með hentugum vösum, einum stórum og tveimur litlum.
Þegar boxið er ekki í notkun og þú vilt spara pláss er hægt að opna botninn og brjóta það saman.