Spítalataskan

Hvernig pakka ég í spítalatöskuna?

Það getur verið gott að vera búinn að pakka í spítalatöskuna / fæðingartöskuna í aðdraganda fæðingar svo auðvelt sé að grípa í hana þegar kallið kemur að fæðing sé farin af stað.

Við höfum tekið saman hentugan lista sem hægt er að hafa til hliðsjónar þegar þú pakkar í töskuna.

Gangi þér vel og ekki hika við að hafa samband ef við getum eitthvað leiðbent þér.

 FYRIR BARNIÐ

 • 3-4 sett af fatnaði, til dæmis tvö sett í stærð 50 og tvö í 56
 • Tvenn pör af sokkum
 • Hlý peysa
 • Heimferðasett
 • Teppi
 • Gjafapúði
 • Taubleyjur
 • Beyjur, sumir fæðingarstaðir bjóða uppá bleyjur fyrir barnið en gott er að hafa þær meðferðis ef engar bleyjur eru á staðnum
 • Blautþurrkur eða grisjur
 • Bílstóll fyrir heimferðina, margir nota einnig bílstólapoka

FYRIR MÓÐUR

 • Þægilegur fatnaður
 • Hlýja sokka / inniskó
 • Gjafahaldara
 • Lekahlífar
 • Þægilegar nærbuxur
 • Netanærbuxur
 • Bindi til notkunar eftir fæðinguna
 • Gjafahaldari/toppur
 • Snyrtivörur; til dæmis tannbusta og tannkrem, svitalyktareyði, andlitskrem, andlitshreinsi, eyrnapinna, sjampó, hárteygju, varasalva svo eh sé nefnt.
 • Sloppur
 • Náttföt
 • Brjóstakrem
 • Skolflaska, hita/kælibindi og fleira úr "Eftir fæðingu" línu Lansinoh
 • Handspritt
 • Hárbursti
 • Heimferðarföt
 • Vatnsbrúsi

FYRIR MAKA / STUÐNINGSFÉLAGA

 • Sími og símhleðsa
 • Föt til skiptana
 • Snyrtivörur; ef ske kynni að þið þurfið að eyða nóttinni á spítalanum

ANNAÐ SEM ER GOTT AÐ TAKA MEÐ

 • Drykkir
 • Orkuríkt snarl
 • Tyggjó
 • Myndavél
 • Hleðslutæki